Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. febrúar 2020 10:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Viljum gefa leikmönnum tækifæri á að komast í atvinnumennsku
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var í gærkvöldi í viðtali við Fótbolta.net eftir 7-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum.

Jói Kalli svaraði spurningum um leikinn, meiðsli Marcus Johannsson og þá var hann spurður út í ummæli umboðsmanns Harðar Inga Gunnarssonar.

Jói Kalli var að lokum spurður út í það hvort einhverjar líkur væru á því að Hörður Ingi myndi semja við Start en Hörður er til reynslu hjá norska félaginu.

„Það er vonandi að það gangi vel hjá honum. Við viljum gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og í tilfelli Harðar að spila í efstu deild."

„Hann spilaði æfingaleik með Start fyrr í dag og stóð sig vel. Við viljum koma okkar ungu strákum sem koma og spila hjá okkur tækifæri til að komast út í atvinnumennsku og vonandi heppnast það með Hörð og fleiri stráka sem við höfum náð okkur í,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
„Legg það ekki í vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn segja"
Athugasemdir
banner
banner