Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Nuno: Ekki rétti tíminn til að fara á taugum
Nuno segist ekki vera búinn að missa klefann.
Nuno segist ekki vera búinn að missa klefann.
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, segist vera rólegur þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að leikmenn treysti sinni vegferð þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig þrjú mörk í öllum af þessum þremur tapleikjum.

„Eina leiðin út úr þessu er að standa saman. Við förum ekki á taugum því við vitum hvernig fótbolti er. Þetta snýst um hvernig þú bregst við mótlæti," segir Nuno.

„Ef sagan er skoðuð þá fara öll lið í gegnum svona kafla. Því fyrr sem við komumst úr honum því betra."

Tottenham hefur skorað fjögur mörk í sex deildarleikjum og hefur átt fæstar skottilraunir allra liða í deildinni. Nuno segist ekki hafa áhyggjur af gagnrýninni sem liðið hefur fengið.

„Ég hugsa bara út í það hvernig við getum spilað betur. Þessi gagnrýni og umræða er hluti af leiknum og við þurfum að sætta okkur við það. Við þurfum á stuðningsmönnunum að halda við hlið okkar."

Nuno segist ekki í vafa um að hann sé með leikmannahópinn á sínu bandi. „Það er enginn vafi á því vegna þess að við vinnum saman á hverjum degi. Menn þurfa að standa saman," segir Nuno.


Athugasemdir
banner
banner
banner