Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. desember 2020 06:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Hefði hentað mér vel en ég vildi láta stóra drauminn rætast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskipti Valgeirs Lunddals Friðrikssonar frá Val til sænska félagsins Häcken voru tilkynnt í gær. Valgeir er nítján ára bakvörður sem var valinn efnilegastur á liðinni leiktíð þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Valgeir eignaði sér stöðu vinstri bakvarðar í liðinu og blómstraði.

Viðtal við Valgeir eftir tímabilið (5. des):
„Svo lengi sem ég næ markmiðum mínum er mér alveg sama hvar ég spila" (fyrri hluti)
Valgeir kemst ekki hærra á Íslandi - „Vil spila í topp fimm deildum í heiminum" (seinni hluti)

Undirritaður ræddi við Valgeir á dögunum og þann afrakstur má sjá hér að ofan. Valgeir svaraði svo nokkrum spurningum um félagaskiptin í gærkvöldi.

Voru önnur félög sem fengu samþykki frá Val með tilboði sínu? Gastu valið á milli félaga?

„Valur samþykkti einungis tilboðið frá Häcken og því var ég ekki að velja á milli félaga. Það voru önnur lið sem höfðu áhuga en ekkert meira sem varð úr því," sagði Valgeir.

Hafði það áhrif að þú sýndir að þú getur leyst vinstri bakvörðinn vel?

„Já, ég held það þar sem félagið kaupir mig eftir þetta tímabil sem ég átti í vinstri bakverðinum. Häcken sér mig þó sem hægri bakvörð og er horft á mig sem leikmann í þá stöðu."

Valur var með háleita stefnu farandi inn í komandi leiktíð. Fullur vinnudagur á æfingasvæðinu og fleira áhugavert. Varstu orðinn spenntur fyrir því áður en kom að félagaskiptunum

„Já, ég var orðinn spenntur. Þetta hefði hentað mér vel en ég vildi taka stóra stökkið, fara út í atvinnumennsku og láta stóra drauminn rætast."

Einhver lokaorð?

„Ég vil þakka þjálfarateymi Vals, leikmönnum liðsins og stuðningsmönnum. Þeir hjálpuðu mér í að komast á þann stað sem ég er kominn," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner