Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 18:25
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið KR og ÍA: Jói Kalli gerir aftur fimm breytingar
Gísli Laxdal kemur aftur inn í byrjunarlið Skagamanna.
Gísli Laxdal kemur aftur inn í byrjunarlið Skagamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign KR og ÍA á heimavelli KR, Meistaravöllum. Leikurinn er liður í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

KR er með átta stig í sjötta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. ÍA er með fimm stig í níunda sæti. KR gerði 1 - 1 jafntefli gegn HK í síðustu umferð og ÍA tapaði 2 - 3 gegn Breiðabliki.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Rúnar Kristinsson þjálfari KR, gerir eina breytingu frá leiknum gegn HK. Stefán Árni Geirsson er ekki í hóp en í staðinn kemur Kristján Flóki Finnbogason inn í byrjunarliðið.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerir aftur fimm breytingar á milli leikja. Jón Gísli Eyland, Arnar Már Guðjónsson, Elías Tamburini, Hákon Ingi Jónsson og Ólafur Valur Valdimarsson fara úr byrjunarliðinu. Inn koma þeir Hallur Flosason, Brynjar Snær Pálsson, Gísli Laxdal Unnarsson, Morten Beck og Steinar Þorsteinsson.

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Byrjunarlið ÍA:
31. Dino Hodzic (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
21. Morten Beck Guldsmed
44. Alex Davey

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - ÍA
19:15 Fylkir - Stjarnan
19:15 HK - Leiknir R.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner