Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 14:56
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Sjálfsmark markvarðar Vestra réði úrslitum
Mynd: Hanna Símonardóttir
Vestri 2 - 3 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('3, víti)
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('61, víti)
1-2 Nicolaj Madsen ('69)
1-3 Diego Garcia ('73, sjálfsmark)
2-3 Vladimir Tufegdzic ('76)

Grindavík vann mikilvægan sigur í Lengjudeild karla í dag er liðið spilaði við Vestra í virkilega fjörugum leik.

Leikið var í fjórðu umferð keppninnar en Grindavík var með þrjú stig fyrir leikinn en Vestri með sex eftir tvo leiki. Grindavík vann ÍBV í fyrstu umferð, 3-1.

Fyrstu tvö mörk leiksins komu úr vítaspyrnum en þau bæði gerði Sigurður Bjartur Hallsson fyrir gestina frá Grindavík.

Nicola Madsen lagaði síðar stöðuna fyrir Vestra áður en sjálfsmark markmannsins Diego Garcia kom Grindavík í 3-1.

Vladimir Tufegdzic skoraði stuttu seinna annað mark Vestra til að koma leiknum í 3-2 en fleiri urðu mörkin ekki og vinnur Grindavík sinn annan sigur í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner