Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 30. maí 2021 03:02
Elvar Geir Magnússon
Lozano kom af bekknum og tryggði Mexíkó sigur gegn Íslandi
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mexíkó 2 - 1 Ísland
0-1 Birkir Már Sævarsson ('14)
1-1 Hirving Lozano ('72)
2-1 Hirving Lozano ('78)
Lestu nánar um leikinn

Hirving Lozano kom af bekknum í seinni hálfleik og tryggði Mexíkó 2-1 sigur gegn Íslandi i vináttulandsleik sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt.

Íslenska liðið átti öflugan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og var yfir í hálfleik. Skot Birkis Más Sævarssona eftir stundarfjórðung breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu.

En í seinni hálfleik voru Mexíkóar mun betri og tryggðu sér verðskuldaðan sigur.

Brynjar Ingi, Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason byrjuðu leikinn en þetta var þeirra fyrsti A-landsleikur. Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ísak Óli Ólafsson og Gísli Eyjólfsson komu af bekknum og léku allir fyrsta landsleikinn.

Tveir aðrir vináttulandsleikir eru framundan hjá Íslandi. Færeyjar næsta föstudag og svo Pólland 8. júní. Báðir á útivöllum.
Athugasemdir
banner
banner
banner