Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 14:53
Fótbolti.net
Stjórn KSÍ þyrfti að dæma sig óstarfhæfa
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn ÍTF kallaði í dag eftir nýju ársþingi KSÍ þar sem núverandi stjórn væri rúin trausti.

Samkvæmt 13. grein laga KSÍ (sem sjá má hérna) er hægt að kalla til auka ársþings en til þess þarf annaðhvort ákvörðun stjórnar KSÍ um slíka boðun, eða þá að helmingur aðildarfélaga óski eftir því skriflega við stjórn KSÍ.

Stjórn ÍTF og félög í 2. og 3. deild hafa nú þegar óskað eftir breytingum, en ekki er ljóst hvort verið sé að vinna saman að því þvert á öll félög að taka slíka ákvörðun í sameiningu, eða hver myndi leiða slíka vinnu.

Verði boðað til annars ársþings er ljóst að aðeins væri hægt að kjósa stjórn til bráðabirgða fram að næsta ársþingi, sem haldið verður í febrúar 2022. Þá er einnig ljóst að ekki er hægt að kjósa slíka bráðabirgðastjórn nema ef „meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum, eða stjórnin að eigin dómi orðið óstarfhæf", eins og segir í lögunum.

Það er því ljóst að núverandi stjórn þyrfti að dæma sig óstarfhæfa, ef til þess kemur að efnt verði til bráðabirgðaþings, til þess að hægt væri að kjósa nýja stjórn.

Sjá einnig:
ÍTF vill að framkvæmdastjóri og stjórn axli ábyrgð líka
Athugasemdir
banner
banner