Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 30. október 2019 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool gæti dregið sig út úr deildabikarnum
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að það sé möguleiki á því að liðið dragi sig úr keppni í enska deildabikarnum ef skipuleggjendur finna ekki góða dagsetningu fyrir leikinn í 8-liða úrslitum.

Liverpool komst áfram í 8-liða úrslitin í kvöld eftir að hafa lagt Arsenal að velli í stórskemmtilegum leik en Liverpool vann 5-4 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin höfðu bæði skorað fimm mörk í venjulegum leiktíma.

8-liða úrslitin á síðasta ári fór fram 18. og 19. desember en Liverpool mun taka þátt í HM félagsliða og því ekkert sérlega stór gluggi fyrir Liverpool til að spila.

Klopp viðurkennir að liðið gæti þurfti að draga sig úr keppni ef skipuleggjendur finna ekki góða dagsetningu fyrir leikinn.

„Ég hef engar áhyggjur, það er einhver sem hefur áhyggjur. FIFA sagði okkur að HM félagsliða fer fram og við þurfum að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef þeir finna ekki góðan tíma fyrir okkur til að spila, ekki klukkan 3 aðfaranótt jóladags eða eitthvað þá spilum við ekki," sagði Klopp.

„Við erum með leikjadagskrá þar sem eitt lið getur ekki tekið þátt í öllum leikjunum, þá þarf að hugsa út í það. Vonandi eru þeir að pæla í þessu núna en við verðum ekki fórnarlömbin. Við vildum vinna þetta og gerðum það og ef þeir finna ekki góða dagsetningu fyrir okkur í næstu umferð þá fer andstæðingur okkar áfram eða Arsenal."

„Það var mikið af fólki sem vinnur fyrir úrvalsdeildina hafi verið fyrir framan sjónvarpið og vonast eftir því að Arsenal færi áfram en ég biðst afsökunar á þessu,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner