Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 11:25
Elvar Geir Magnússon
Engin áætlun um hvað gert verður ef mótið klárast ekki
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest við BBC að ekki sé búið að taka neina ákvörðun um hvað verður gert ef ekki verður hægt að klára tímabilið.

Aukinn fjöldi Covid-19 smita í deildinni er áhyggjuefni og leik Everton og Manchester City sem átti að vera í vikunni var frestað vegna smita í herbúðum City.

Sam Allardyce, stjóri West Brom, vill að hlé verði gert á deildinni vegna ástandsins. Enska úrvalsdeildin segir að ekkert hafi verið rætt um að gera hlé á keppni og stefnan sé að halda leik áfram.

Talað hefur verið um að setja reglugerð um að meðalstigafjöldi ráði úrslitum ef ekki verður hægt að klára deildina, líkt og gert var í íslenska boltanum á árinu.

Ensku félögin hafa þó ekki kosið um leiðir og hversu mikið verði að vera búið af deildinni svo hægt verði að nota þá leið.

Verið er að útdeila bóluefni á Bretlandseyjum en ekki hefur verið gefið út hvar á forgangslistanum íþróttafólk er.
Athugasemdir
banner
banner
banner