Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 31. ágúst 2022 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það væri klikkað, það væri ólýsanlegt ef það væri hægt"
Icelandair
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn.
Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM næsta föstudagskvöld.

Það eru rúmlega 2000 miðar farnir úr kerfinu fyrir þann leik, en stelpurnar vonast auðvitað til þess að Laugardalsvöllur verði fullur af stuðningsmönnum.

Sjá einnig:
Vonaðist eftir mikilli stemningu og að fólk myndi koma, en svo var ekki

Þetta er eini leikurinn sem stelpurnar spila hér heima á þessu ári, allavega eins og staðan er núna. Því er um að gera að fara á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.

Hægt er að kaupa miða á leikinn á tix.is með því að smella hérna. Stelpurnar eiga svo sannarlega stuðninginn skilið.

„Það væri klikkað, það væri ólýsanlegt ef það væri hægt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðinu, aðspurð að því hvort hún væri vongóð um að sjá fullan Laugardalsvöll á föstudaginn.

„Við viljum fá sem flesta, mjög marga í stúkuna. Ég vonast til þess að Íslendingar komi og muni hvetja okkur áfram. Ég vil helst ekki heyra neitt í liðsfélögum mínum á vellinum því þá veit maður að það er eitthvað í gangi í stúkunni. Við vonumst til þess að sjá sem flesta," segir Sveindís.

Eins og áður kemur fram er þetta eini heimaleikur kvennalandsliðsins á árinu. Þetta er eina tækifærið til að sjá þær hér á landi á þessu ári. Allir á völlinn klukkan 17:30 á föstudaginn, koma svo!

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)

Sjá einnig:
Voða auðvelt að sitja heima í stofu og hafa hátt á samfélagsmiðlum
Sveindís Jane: Ég er heppin að fá þennan eiginleika
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner