Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 31. ágúst 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Von á niðurstöðu í máli stuðningsmanna HK fyrir helgi
HK fagnar marki í sumar.
HK fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er von á niðurstöðu hjá KSÍ í máli er varðar hegðun stuðningsmanna HK í bikarleik gegn Breiðabliki á dögunum.

Hópur stuðningsmanna HK sungu ljóta söngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks, og eftir leikinn var sparkað í yngri systur Ísaks Snæs Þorvalddssonar.

HK var að mæta Breiðabliki í átta-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, en Fótbolti.net fjallaði vel um málið.

„Við viljum vera betri, standa okkur betur og bæta okkur," sagði Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Málið er á borði hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ og er von á niðurstöðu í það fyrir helgi. Verður áhugavert að sjá hvað mun koma út úr því.

Sjá einnig:
Strákarnir báðu systur Ísaks afsökunar - „Eitthvað sem enginn samþykkir"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner