Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 19. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyrja mjög ljóta söngva um Damir aftur og aftur
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er kominn hálfleikur í leik HK og Breiðabliks í Kórnum. Um er að ræða leik í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Staðan er enn marklaus, sem er hreinlega með ólíkindum.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Það er frábær stemning í Kórnum en lögin sem stuðningsmenn HK hafa sungið um Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, eru að setja dökkan blett á hana. Damir er uppalinn í HK en hefur lengi spilað með Blikum.

„Stuðningsmenn HK hafa sungið: Damir er 'pedo' allan fyrri hálfleikinn. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Ég trúi ekki öðru en að eftirlitsmaður KSÍ punkti þetta hjá sér," skrifði undirritaður í beinni textalýsingu frá leiknum.

'Pedo' er sem sagt enskt slanguryrði fyrir orðið barnaníðingur. Stór orð sem hafa verið látin falla og langt yfir strikið.

Þetta hefur líka heyrst vel í útsendingu RÚV frá leiknum og hafa Blikar greint frá óánægju sinni með þetta á samfélagsmiðlum.

KSÍ hlýtur að gera eitthvað í þessu máli.



Athugasemdir
banner
banner
banner