Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   fim 08. júní 2017 14:30
Mist Rúnarsdóttir
Dublin
Anna Björk: Ábyrgðarhlutverk gerir mig betri
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að spila fyrir landsliðið. Þjálfarinn velur alltaf liðið fyrir hvern leik og ef ég fæ tækifæri fyrir næsta leik þá er vonandi að ég nýti það vel og skili mínu,“ sagði Anna Björk Kristjánsdótir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær.

Ísland ætlar að vinna með 3-4-3 leikkerfi í vináttuleik gegn Írum í kvöld en Önnu Björk finnst íslenska liðið vera að bæta sig í kerfinu.

„Mér finnst það ganga mjög vel og mér finnst bætingarnar á milli leikja hjá liðinu í þessu nýja kerfi vera gríðarlega miklar. Ég held samt að við getum ennþá bætt miklu við og því held ég að það sé gott að nota þetta verkefni til að ráðast á þetta leikkerfi.“

Anna Björk hefur verið að spila allar mínútur fyrir lið sitt LB07 í sænsku úrvalsdeildinni og verið í toppformi.

„Ég er búin að vera að spila mikið úti í Svíþjóð og ekki lent í neinum meiðslum. Mér líður mjög vel og er komin í gott leikform,“ sagði Anna Björk en fór svo á æfingu nokkrum mínútum síðar þar sem hún fékk tak í nárann. Það er líklega ekki um alvarleg meiðsli að ræða en alveg ljóst að engin áhætta verður tekin með heilsu leikmanna svo stuttu fyrir EM og því ekki víst að Anna Björk muni spila gegn Írum í kvöld.

Svekkjandi fyrir landsliðið og þennan öfluga varnarmann sem hefur verið að standa sig vel í Svíþjóð. Anna Björk skipti frá Örebro og yfir í LB07 í janúar en þar er hún elsi leikmaður liðsins og í miklu ábyrgðarhlutverki sem hún telur gera sig að betri leikmanni.

„Það gengur framar vonum. Það bjóst enginn við neinu af okkur þar sem við erum algjörir nýliðar í þessari deild og þetta er í fyrsta skipti sem að þetta lið er í efstu deild í Svíþjóð.“

„Þetta er gríðarlega ungt lið. Ég er elst þar. Ég er alltaf að tönglast á því. En okkur gengur vel. Við erum búnar að ná þónokkrum stigum og erum um miðja deild,“
sagði Anna Björk meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner