Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 30. júní 2017 10:40
Elvar Geir Magnússon
Caulker opnar sig um andleg veikindi, spila- og drykkjuvandamál
Caulker spilaði þrjá leiki á lánssamningi hjá Liverpool í fyrra. Hann er fyrrum leikmaður Tottenham og Cardiff en hefur verið samningsbundinn QPR síðan 2014.
Caulker spilaði þrjá leiki á lánssamningi hjá Liverpool í fyrra. Hann er fyrrum leikmaður Tottenham og Cardiff en hefur verið samningsbundinn QPR síðan 2014.
Mynd: Getty Images
Steven Caulker, varnarmaður QPR, opnar sig í viðtali við Guardian og segir frá því að hann hafi íhugað að taka eigið líf.

Caulker er 25 ára en á við spilafíkn og áfengisvandamál að stríða. Þá hefur hann verið að glíma við kvíða og farið ansi langt niður þegar staðan er verst.

Hann hefur tapað háum fjárhæðum í spilavítum og leitað í flöskuna þegar kvíðinn hellist yfir hann.

„Ég hef í einhver ár setið og hatað sjálfan mig, ég skildi aldrei af hverju ég gæti ekki verið eins og aðrir. Á síðasta ári kom næstum endirinn. Á löngum köflum fannst mér ekki vera neitt ljós við enda ganganna," segir Caulker.

Viðtalið við Guardian þar sem hann opnar sig um vandamál sín er eitt af skrefunum sem hann er að taka í átt að bata. Hann hefur ekki veðjað síðan í desember og ekki snert áfengi síðan í byrjun mars.

Meiðsli leiddu til þess að Caulker fór á botninn. Þegar hann hafði skyndilega ekki fótboltarútínuna leitaði hann í annað.

Fótboltahæfileikarnir eru óumdeildir, þeir hafa fært honum úrvalsdeildarleiki, landsleik fyrir England og þátttöku á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bretlandseyja.

„Það var enginn skilningur á því sem var í gangi í hausnum á mér. Ég vissi að ég var fenginn til QPR til að skila vinnu, það var ekki búist við því að ég þyrfti að vera í barnapössun. Fótbolti höndlar andleg veikindi ekki vel og aðstoð er ekki oft til staðar. Kannski er það að breytast," segir Caulker.

„Það voru margar svefnlausar nætur, ég var að hugsa út í allar slæmar ákvarðanir sem ég hafði tekið í lífinu. Ég var með áhyggjur af því hvað skildi gerast næst."

Hægt er að lesa viðtal Caulker við Guardian í heild sinni með því að smella hér.

Sjá einnig:
Hreiðar Haralds: Andleg nálgun ætti að vera fastur liður í ferlinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner