Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   mið 16. október 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Vissum að þetta yrði eltingaleikur
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið geti lært mikið af 4-0 tapinu gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikar lentu 3-0 undir eftir hálftíma gegn franska stórliðinu í kvöld en beitti svo öguðum varnarleik í þeim síðari. Paulina Dudek skoraði fjórða markið í blálokin en Þorsteinn var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðuna.

„Þetta lið er stórkostlegt. Þetta er frábært fótboltalið og lærdómsríkt að fylgjast með því undanfarnar vikur og leikgreina þær og maður hefur lært af því," sagði Þorsteinn.

„Þessi leikur verður lærdómur fyrir okkur líka hvað við getum gert betur og hvert við eigum að stefna. Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum tekið góða hluti úr honum."

„Við spiluðum ágætlega varnarlega í seinni hálfleiknum. Við héldum ró okkar og vorum ekki að hlaupa of mikið á milli þeirra og elta þær, heldur héldum við skipulagi og náðum að loka betur á þær."

„Fyrstu 20-30 mínúturnar vorum við svolítið æstar og þorðum ekki að vera með boltann þegar við vorum búnar að vinna hann en við vissum að við værum að fara í leik sem yrði mikill eltingaleikur."

„Þetta var kannski eitthvað stress en við erum að spila á móti frábæru liði. Það eru einhverjir franskir landsliðsmenn í þessu liði og við vorum að spila á móti Frökkum um daginn með okkar atvinnumenn og það var leikur kattarins að músinni þar."

Seinni leikurinn er 31. október í París en hann vonast eftir betri frammistöðu þar.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner