Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
mánudagur 23. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 02.maí 2024 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 4. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. HK-ingum er spáð fjórða sætinu fyrir sumarið.

HK fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
HK fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðni Þór Einarsson er þjálfari HK.
Guðni Þór Einarsson er þjálfari HK.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brookelyn Entz er einn besti leikmaður deildarinnnar.
Brookelyn Entz er einn besti leikmaður deildarinnnar.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Asha Nikole Zuniga er öflugur varnarmaður.
Asha Nikole Zuniga er öflugur varnarmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hvað skorar Guðmunda Brynja mikið í sumar?
Hvað skorar Guðmunda Brynja mikið í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Henríetta fór í Stjörnuna og Isabella er ólétt.
Henríetta fór í Stjörnuna og Isabella er ólétt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Lilja Ágústsdóttir er öflugur leikmaður.
Hildur Lilja Ágústsdóttir er öflugur leikmaður.
Mynd/HK
Hvað gerir HK í sumar?
Hvað gerir HK í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4. HK, 101 stig
5. FHL, 99 stig
6. Grindavík, 81 stig
7. Selfoss, 76 stig
8. Grótta, 61 stig
9. ÍA, 56 stig
10. ÍR, 21 stig

10. HK
Uppgangurinn hefur verið hraður hjá HK á síðustu árum. Þegar samstarfi HK og Víkings lauk, þá fór HK niður í 2. deild. Liðið fór upp úr henni ásamt Grindavík árið 2020, en árið eftir hélt liðið sér uppi á markatölu. HK var þá með -16 í markatölu á meðan Grótta, sem féll var með -18 í markatölu. Síðustu tvö ár hafa svo verið afar góð fyrir HK en liðið endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar 2022 og var svo þremur stigum frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra. Það hafa verið miklar breytingar í vetur og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að gera betur en í fyrra.

Þjálfarinn: Guðni Þór Einarsson tók við liðinu fyrir tímabilið 2022 og er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil með HK. Árangurinn hefur verið afar flottur undir stjórn Guðna og hafa HK-ingar verið í toppbaráttu bæði tímabilin með hann í brúnni. Guðni hafði þjálfað Tindastól í fjögur ár áður en hann tók við í Kópavogunum með virkilega flottum árangri; kom hann meðal annars Stólunum upp í efstu deild. Gylfi Tryggvason var ráðinn aðstoðarþjálfari HK í vetur og mun aðstoða Guðna en þeir mynda spennandi teymi.

Styrkleikar: HK er með einn besta leikmann deildarinnar í Brookelynn Entz en hún er núna á leið inn í sitt annað tímabil í Kópavoginum. Hún er með rosalega mikil gæði og mun lyfta liðsfélögum sínum upp á næsta stig. Þær ættu að geta myndað sterkt varnarlið með öflugan markvörð í Payton Michelle Woodward og sterkan erlendan miðvörð - Asha Zuniga. Það er góð stemning í Kórnum og er þjálfarateymið afar öflugt. Guðni er með reynslu í því að koma liðum upp úr þessari deild og það er svo sannarlega styrkleiki.

Veikleikar: HK hefur misst mikilvæga pósta úr liðinu frá því í fyrra. Isabella Eva Aradóttir, sem var fyrirliði, er ólétt, Kristín Anítudóttir McMillan hefur ekki verið með liðinu í vetur og ólíklegt er að Arna Sól Sævarsdóttir verði mikið með liðinu í sumar. Þetta eru sterkir íslenskir leikmenn sem spiluðu mikið í fyrra. Ungir leikmenn munu fá tækifæri, sem er skemmtilegt, en þær þurfa náttúrulega sinn tíma. Það getur verið erfitt að ganga í gegnum svona miklar breytingar. Liðið verður að gera betur gegn liðum í neðri helmingnum en í fyrra. Úrslitin á undirbúningstímabilinu gefa til kynna miðjumoð en það er klárlega ekki markmiðið hjá HK-ingum.

Lykilmenn: Asha Nikole Zuniga, Brookelynn Paige Entz og Guðmunda Brynja Óladóttir.

Fylgist með: Elísa Birta Káradóttir, fædd árið 2009 en kom við sögu í sjö leikjum í Lengjubikarnum í vetur og skoraði fjögur mörk, þar á meðal þrennu í sigri á Fram. Hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands og er virkilega spennandi leikmaður.

Komnar:
Andrea Elín Ólafsdóttir frá Haukum (var á láni)
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir frá Keflavík
Asha Nikole Zuniga frá Bandaríkjunum
Birna Jóhannsdóttir frá Álftanesi
Eydís Helgadóttir frá KR
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá Breiðabliki
Hildur María Jónasdóttir frá FH (á láni)
Hugrún Helgadóttir frá KR
Jana Sól Valdimarsdóttir frá Val
Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Payton Michelle Woodward frá Bandaríkjunum
Sóley Lárusdóttir frá Aftureldingu

Farnar:
Bryndís Eiríksdóttir frá Val (á láni)
Chaylyn Elizabeth Hubbard til Ungverjalands
Emma Sól Aradóttir í Fylki (á láni)
Eyrún Vala Harðardóttir í Fram (var á láni frá Stjörnunni)
Freyja Aradóttir í Fjölni
Henríetta Ágústsdóttir í Stjörnuna
Telma Steindórsdóttir í Fram

Stefnum að sjálfsögðu á að gera betur
Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, segir að spáin komi ekkert sérlega mikið á óvart en stefnan sé auðvitað á að gera betur en hún segir til um.

„Spáin kemur kannski ekki mikið á óvart sérstaklega ef tekið er mið af úrslitum í æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu og breytingu á hópnum. Við stefnum að sjálfsögðu á að gera betur og gera atlögu að efstu tveimur sætunum."

„Við byrjuðum mótið nokkuð vel í fyrra og vorum yfirleitt í efstu tveimur sætunum en misstigum okkur í leikjum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar og skorti kannski smá neista til að klára dæmið alveg til að henda okkur upp um deild. Tímabil sem fer í reynslubankann og mætum við reynslunni ríkari í næsta tímabil, hungraðar og tilbúnar í slaginn."

„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel í vetur. Við höfum gengið í gegnum ótrúlega mikla breytingar bæði á leikmannahópnum og í þjálfarateyminu. Höfum notað undirbúningstímabilið bæði í að breyta og þróa nýjan leikstíl ásamt því höfum við gefið ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að stimpla sig inn í leikmannahópinn og hafa nokkrar þeirra heldur betur gripið það tækifæri og fest sig í sesssi í meistaraflokkshópi HK og vonandi munu þær blómstra í sumar. Stelpurnar eiga skilið risasórt hrós fyrir þá vinnu sem þær hafa lagt á sig í vetur og myndað ótrúlega góða stemningu og öfluga liðsheild."

Það eru búnar að vera miklar breytingar milli ára og þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa styrkt okkur mikið og erum við ótrúlega ánægð með þá leikmenn sem eru komnir til okkar. Við förum inn í tímabilið í ár með breyttan en á margan hátt öflugari hóp en í fyrra. Þegar stelpurnar sem eru erlendis í skóla mæta á svæðið og hópurinn verður fullmannaður verður mikill hausverkur að velja í lið sem er ákveðið lúxusvandamál. Við förum því inn í mótið með leikmannahóp sem er sterkur, samheldinn og hungraðan í að bæta sig."

„Það má segja að við höfum lagt góðan grunn síðustu tvö tímabil og endað í fjórða og þriðja sæti. Markmiðið er að sjálfsögðu að gera betur í ár og gera atlögu að efstu tveimur sætunum. Lengjudeildin verður ótrúlega spennandi í ár og nánast ómögulegt að spá fyrir um deildina. Mörg lið hafa fjárfest mikið í sínum leikmannahóp og úrslitin síðustu vikur hafa sýnt að allir geta unnið alla og mörg félög eru farin að leggja mikinn metnað í starfið sem er frábært."

„Ég vill hvetja alla okkar stuðningsmenn til að hvetja okkur áfram í baráttunni í sumar. Við teflum fram liði sem vill spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta og stelpurnar eru staðráðnar að gera betur en í fyrra og við lofum bullandi skemmtun og stemningu í Kórnum í sumar."

Fyrstu leikir HK:
7. maí, HK - ÍA (Kórinn)
13. maí, Grindavík - HK (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
24. maí, HK - FHL (Kórinn)
Athugasemdir
banner