Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 04. maí 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlustaðu í BEINNI - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net
Það verður pakkfullur og hressandi útvarpsþáttur í dag. Fótbolti.net er á X977 alla laugardaga milli 12 og 14.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ÞÁTTINN Í BEINNI

Elvar Geir og Tómas Þór stýra þættinum og fara yfir komandi umferð í Bestu deildinni og skoða það hvernig Lengjudeildin fer af stað. Sölvi Haraldsson ÍR-ingur verður á línunni eftir óvæntan sigur Breiðhyltinga í Keflavík.

Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um Liverpool, kemur og fer yfir hverju megi búast frá Arne Slot sem tekur að öllum líkindum við stjórnartaumunum á Anfield í sumar. Einnig verður rætt um titilbaráttuna sem er í fullum gangi.

Í lok þáttarins verður Orri Freyr Rúnarsson í beinni frá Kaplakrika þar sem FH er að fara að mæta Vestra. Hann mun opinbera val á úrvalsliði FH.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner