Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. september 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Soppy til Atalanta (Staðfest) - Josip Ilicic kvaddur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Atalanta er búið að festa kaup á Brandon Soppy sem verður að öllum líkindum síðasti leikmaðurinn til ganga til liðs við félagið í sumar.


Atalanta borgar um 9 milljónir evra fyrir Soppy sem kemur úr herbúðum Udinese. Hann er hægri vængbakvörður með mikinn sprengikraft.

Hann er aðeins 20 ára gamall og því annað ungstirnið sem Udinese selur frá sér í sumar eftir að vinstri vængbakvörðurinn Destiny Udogie var seldur til Tottenham.

Soppy gerði fjögurra ára samning við Atalanta og mun berjast við Davide Zappacosta og Joakim Mæhle um sæti í byrjunarliðinu þar sem Hans Hateboer virðist vera á leið til Villarreal.

Hann á 35 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands og verður áhugavert að fylgjast með honum hjá nýju félagi. Hann er fimmti leikmaðurinn til að ganga í raðir Atalanta í sumar eftir kaup á Merih Demiral, Rasmus Höjlund, Ederson og Ademola Lookman.

Atalanta kvaddi Josip Ilicic nokkrum dögum eftir að Soppy var kynntur en Ilicic er goðsögn hjá félaginu. 

Þessi slóvenski framherji skoraði 21 mark í 34 leikjum á sínu besta tímabili hjá Atalanta en lenti svo í harðri baráttu við þunglyndi og hefur ekki fundið sitt besta form síðan. Hann átti lykilþátt í að hjálpa félaginu að komast í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögunni.

Ilicic er 34 ára gamall og var enn samningsbundinn Atalanta en ákvað að rifta samningi sínum í samráði við félagið. Hann hefur verið orðaður við Bologna og Verona í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner