Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Goðsögnin Marta á lokaári sínu með landsliðinu
Marta á Laugardalsvelli árið 2017.
Marta á Laugardalsvelli árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Marta, sem er markahæsti leikmaður í sögu brasíliska landsliðsins, ætlar að kalla þetta gott með landsliðinu í lok árs. Þetta segir hún í viðtali við CNN í heimalandinu.

Hún gæti tekið þátt í sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar ef hún fær kallið í hópinn fyrir leikana í París.

„Ef ég fer á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hvers einasta augnabliks, af því að, sama hvort ég fari eða ekki, þá verður þetta mitt síðasta ár með landsliðinu," segir Marta. Hún vann til silfurverðlauna árin 2004 og 2008. Bandaríkin unnu leikana í bæði skiptin.

Marta er 38 ára og er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á HM í sögunni. Alls hefur hún skorað 17 mörk í 23 leikjum á alls sex mótum.

Hún er í dag leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum. „Við erum með öflugt lið með hæfileikaríkum stelpum, þið munuð sjá það á næstu árum, þið munuð sjá hvað ég er að tala um. Út af þessu þá líður mér mjög vel með að segja að ég sé að færa öðrum keflið fyrir þær að halda þessari arfleið áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner