Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Orri Kjartansson (Heerenveen)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson.
Oliver Stefánsson.
Mynd: Getty Images
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson var sumarið 2018 seldur frá Fylki til hollenska félagsins Heerenveen.

Orri hefur til þessa leikið 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir Orri á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Orri Hrafn Kjartansson

Gælunafn: Orri er stutt og einfalt

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná í úrslitum Reykjavíkurmótsins á móti Fjölni á 16 ára afmælisdeginum

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Einn góður ítalskur í Heerenveen, Paolo’s

Hvernig bíl áttu: Svartur Volkswagen Polo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef horft á svo margt en Brooklyn 99, Arrow og Big Bang Theory skara fram úr

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott er geggjaður

Fyndnasti Íslendingurinn: Auddi og félagar eru ekkert eðlilega fyndnir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er núna aðeins að vinna með hockey pulver, jarðaber, snickers kurl og karamelludýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hello mannen, hierbij het nieuwe weekschema. Veel succes. Keep safe and keep fit. -Jeroen hlaupaþjálfari með æfingavikuna

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Excelsior. Leikirnir gegn þeim hafa farið illa í mig. Þurfum ekkert ræða það meir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Noni Madueke og Naci Unuvar eru góðir

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið svo heppinn að hafa átt helling af frábærum þjálfurum en Þór Hinriksson og Tómas Ingi Tómasson hafa hjálpað mér gríðarlega mikið í gegnum tíðina og eru enn að

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Var alveg búinn á því að elta Noni Madueke í 90 mínútur

Sætasti sigurinn: Sigurinn á Hvíta Rússlandi þegar við í U17 landsliðinu tryggðum okkur sæti á EM og sigur á Finnum í framlengingu í úrslitaleik á Norðurlandamótinu

Mestu vonbrigðin: Tapið á móti Portúgal á EM um að komast í 8-liða úrslit sat þungt í manni

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Herbergisfélagann minn hann Valgeir Valgeirsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar Baldursson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Emil Örn Aðalsteinsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Soffía Kjartansdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Þeir eru allir svakalegir

Uppáhalds staður á Íslandi: Norðlingaholtið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Lét leikmann einu sinni fá rautt spjald, hann ætlaði svo að ráðast á þjálfarann okkar og var með stórsýningu á leiðinni útaf, það var fyndið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Facetimea kærustuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist bara með fótbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom Venom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekki lélegur í neinu tengt skólanum

Vandræðalegasta augnablik: Var með svo svakalegt skap þegar ég var yngri. Fékk að mig minnir 2 rauð spjöld á fyrsta Norðurálsmótinu (á Akranesi), 6 ára. Tókst að gera það þrátt fyrir að það eru engin gul og rauð spjöld á mótum fyrir krakka á þessum aldri

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki með mér Mikael Egil til að halda uppi stuðinu, Oliver Stefánsson til að verja okkur frá villidýrum og Andra Fannar Baldursson til að sýna honum að ég verð miklu tanaðari en hann

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vann Íslandsmeistaratitil í áhaldafimleikum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Man alltaf eftir því að spila á móti Kristali Mána þegar við vorum yngri, báðir litlir og tapsárir og mikill rígur alltaf þegar Fjölnir og Fylkir spila. Kynntumst svo fyrir nokkrum árum og verið mjög góðir vinir síðan. Kemur manni sífellt á óvart

Hverju laugstu síðast: Á það til að stríða mínum nánustu með allskonar bulli en er ekkert mikið að ljúga

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er ekki skemmtileg

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um 7 og skutla kærustunni í vinnuna til að fá bílinn. Keyri heim og græja mig fyrir æfingu og tek smá tækniæfingu eða hlaup. Svo er það bara voðalega rólegt restina af deginum. Góður matur og þættir, enda á ekki að vera að þvælast alltof mikið þessa dagana

Athugasemdir
banner
banner