Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. mars 2020 19:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Freysi: Frábært að fá enska landsliðið til Íslands
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari skilur þá spennu hjá íslenskum fótboltaáhugamönnum að leikið verður gegn Englandi í Þjóðadeildinni.

„Ég veit þetta mun gera ótrú­lega mikið fyr­ir fót­bolt­ann á Íslandi. Það er frá­bært að fá bæði enska liðið hingað heim og að fá að fara á Wembley. Þetta er geggjað og við erum rosa­lega ánægðir, ég elska Þjóðadeild­ina!" sagði Freyr eldhress í samtali við mbl.is.

Auk þess eru Belgía og Danmörk í riðlinum eins og sjá má hér.

Freyr viður­kenn­ir að hann hefði held­ur viljað Ítal­íu en Belg­íu.

„Ég get ekki beðið eft­ir að mæta Dön­um. Það er því­líkt skemmti­legt haust framund­an. Auðvitað verða þetta allt gríðarlega erfiðir leik­ir í þess­ari Þjóðadeild en á sama tíma er já­kvætt að fá tæki­færi til að vinna Dani. Ég er vel tengd­ur dönsk­um fót­bolta, ég var þar í námi og það er ansi sterkt í mér að vilja vinna Dan­ina," segir Freyr.
Athugasemdir
banner