Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ræddu „galna" klásúlu sem Þróttur setti í lánssamning Leó Kristins
Leó Kristinn
Leó Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert kjaftæði!
Ekkert kjaftæði!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lánssamningur Leó Kristins Þórissonar var til umræðu í nýjasta þætti Ástríðunnar. Leó var í síðasta mánuði lánaður frá Þrótti Vogum í ÍH. Leó er fæddur árið 2000 og er uppalinn í FH.

Samkvæmt heimildum Ástríðunnar þarf ÍH, sem er í 3. deild, að greiða Þrótti 250 þúsund krónur ef Leó spilar ekki 80% af leikjum ÍH í sumar.

Þeir Gylfi Tryggvason, Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason ræddu málin í Ástríðunni.

Leó lék með ÍH gegn Kormáki/Hvöt og svo gegn Dalvík/Reyni en var ekki með í síðustu umferð vegna meiðsla.

„Leó Kristinn kemur í láni frá Vogunum og þeir setja klásúlu í samninginn sem segir að ef Leó spilar ekki að minnsta kosti 80% af leikjunum þá þarf ÍH að borga Þrótti 250 þúsund kall," sagði Sverrir Mar sem er leikmaður ÍH.

„Það er bara galið, ÍH á aldrei að segja já við þessu. Þetta er galið í alla staði," sagði Óskar Smári.

„Svo meiðist Leó og þá er [svo gott sem] gefið að ÍH þarf að greiða þennan 250 þúsund kall. Gjörsamlega ótrúlegt," sagði Sverrir sem bendir á að Þróttur Vogum er með leikmenn á láni frá FH. ÍH er venslafélag FH.

„Þið vitið hver er pabbi þjálfara ÍH? Það er Ólafur Jóhannesson, hann er þjálfari FH og hann hatar svona kjaftæði," bætti Sverrir við.

Haukur Leifur Eiríksson og Arnór Gauti Úlfarsson eru leikmennirnir sem eru á láni hjá Þrótti frá FH.

Leó kom til ÍH þegar ein umferð var búin af mótinu. 80% af 21 leik eru 17 (16,8) leikir. Ef Ástríðumenn fara með rétt mál þá má Leó einungis missa af þremur leikjum til viðbótar ef það á að nást að hann spili sautján leiki í deildinni. Næsti leikur ÍH er gegn KFG í kvöld.

Þá var greint frá því í þættinum að leikmaðurinn Ragnar Þór Gunnarsson væri hættur í Þrótti Vogum og hefði verið á skýrslu sem liðsstjóri ÍH í síðasta leik.
Ástríðan - 4. umferð - Til hamingju Njarðvík og Dalvík
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner