Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. september 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid reynir við Haaland og Mbappe næsta sumar
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Kounde, Aurier, Haaland, Mbappe, Walker-Peters og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Franski varnarmaðurinn Jules Kounde (22) er mjög reiður út í Sevilla fyrir að selja sig ekki til Chelsea. (Spanish Football Podcast)

Serge Aurier (28) er opinn fyrir því að fara til Arsenal en samningi hans við Tottenham var rift á gluggadaginn

Real Madrid er tilbúið að gera tilboð í Erling Haaland (21) hjá Dortmund og Kylian Mbappe (22) hjá Paris St-Germain næsta sumar. (Marca)

Spænsku risarnir hafa einnig áhuga á franska miðjumanninum Paul Pogba (28) hjá Manchester United. (Marca)

Tilraunir Chelsea til að fá Haaland hafa orðið fyrir bakslagi eftir að félaginu var sagt að það þyrfti að borga 825 þúsund pund í vikulaun. (Mirror)

Enski miðjumaðurinn Declan Rice (22) hefur krafist þess að það verði riftunarákvæði í nýjum samningi hjá West Ham. (90min)

Everton hefur sent fyrirspurn varðandi enska varnarmanninn Kyle Walker-Peters (24) hjá Southampton. (Telegraph)

Juventus átti tækifæri til að fá úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (34) frá Manchester United stuttu eftir að Cristiano Ronaldo (36) fór á Old Trafford. (Mirror)

Bosníumaðurinn Miralem Pjanic (31) tók á sig 60% launalækkun til að fara til Besiktas á láni. (RAC)

Úlfarnir ætla að endurskoða samningamál Adama Traore (25) eftir tvö tilboð frá Tottenham í sumar. (Birmingham.Live)

Manchester United á í erfiðleikum með að ráða við eftirspurn eftir Cristiano Ronaldo treyjum. (Independent)

Umboðsmaður Mariano Diaz (28) segir að eitthvað furðulegt hafi komið upp sem kom í veg fyrir að leikmaðurinn færi til Valencia frá Real Madrid. (El Partidazo)
Athugasemdir
banner
banner