Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 12:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar óskaði eftir því að ræða við Vöndu - „Ætlaði ekki að velja Aron"
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir nýkjörinn formaður KSÍ var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Það hefur verið mikið rætt og ritað um val landsliðsþjálfaranna á landsliðshópnum í síðustu tveimur landsliðsgluggum.

Síðast var þeim bannað að velja Kolbein Sigþórsson og nú komu upp þær sögusagnir að nýkjörin stjórn hafi bannað þeim að velja Aron Gunnarsson í landsliðið.

Það hafa allir tekið fyrir það sem að málinu koma og Vanda ítrekaði það í viðtalinu á Bylgjunni í dag.

„Það sem hefur verið sagt er að nýkjörna stjórnin hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar, það er ekki rétt þar sem nýkjörna stjórnin er ekki búin að hittast formlega, við hittumst í gær í fyrsta sinn óformlega fyrir þingið. Þegar ákvörðun var tekin um að velja liðið hafði þessi stjórn aldrei hisst."

Hún sagði enn fremur að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi óskað eftir því að ræða við hana og tjáð henni að hann ætli ekki að velja Aron í hópinn.

„Aftur á móti óskaði Arnar Þór eftir því að ræða við mig í síðustu viku sem ég varð við. Hann var að segja mér hvernig hann hugsaði þetta og sagði mér frá því að hann ætlaði ekki að velja Aron. Ég tók sérstaklega fram að stjórnin væri ekki búin að hefja störf, ég er ekki formaður, ég ræð þessu ekki, ég er ekki undir neinum kringumstæðum að reyna hafa áhrif. Sama að segja um fyrri stjörn, held að það sé búið að hringja í alla í fyrri stjórn og allir sagt að þeir hafi ekki reynt að hafa áhrif."

Sjá einnig:
Bannað að velja Aron Einar?
Arnar segir að ákvörðunin um Aron hafi verið sín
Yfirlýsing frá Aroni Einari: Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ
Stjórn KSÍ fundaði í gær eftir að hafa fengið póst frá Öfgum
Athugasemdir
banner
banner
banner