Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 04. júlí 2021 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Kevin Strootman til Cagliari (Staðfest)
Mynd: Cagliari
Hollenski miðjumaðurinn Kevin Strootman mun leika með Cagliari á næsta tímabili en hann verður á láni frá Marseille.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður var á láni hjá Genoa á síðustu leiktíð en þrátt fyrir mkinn áhuga ákvað hann að framlengja ekki dvöl sína þar.

Hann mun spila fyrir Cagliari eftir að félagið komst að samkomulagi við Marseille um að fá hann á láni út leiktíðina.

Cagliari mun eiga möguleika á því að framlengja lánið um annað ár en Marseille borgar 60 prósent af launum hans á þessum tíma.

Strootman kann vel við sig á Ítalíu en hann spilaði með Roma frá 2013 til 2018 og á yfir 100 leiki í Seríu A.

Cagliari kynnti leikmanninn á Twitter og fylgdi þar sem skemmtilegt myndband sem vísaði í eina vinsælustu jólamynd allra tíma, Home Alone 2.


Athugasemdir
banner
banner
banner