Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 04. september 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Grealish um landsliðið: Eins og að vera á reynslu
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, miðjumaður Aston Villa, var um síðustu helgi valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti en hann verður með gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á morgun.

Grealish segist vera ákveðinn í að sanna sig og halda sæti sínu í hópnum hjá Gareth Southgate.

„Þetta er meira og minna eins og að vera á reynslu. Ég er að koma í hópinn í fyrsta skipti og vonandi get ég sýnt Southgate hvað ég get á æfingum," sagði Grealish.

„Ég hef verið áður með Gareth sem stjóra í U21 og ég elskaði tímann með honum."

„Ég hef verið hér í tvo daga og ég sé hvernig stjóri hann er. Hann hefur tíma fyrir alla. Hann spjallar við alla strákana og allt starfsfólkið og ég sé að þetta er mjög þéttur hópur hér."

Athugasemdir
banner
banner