Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mandragora keyptur aftur til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Juventus er búið að ganga frá kaupum á varnarsinnaða miðjumanninum Rolando Mandragora sem kemur frá Udinese.

Mandragora er 23 ára gamall og var hjá Juventus í tvö ár en fékk aðeins einu sinni tækifæri með aðalliðinu og var lánaður til Crotone. Hann var því seldur til Udinese fyrir 20 milljónir evra sumarið 2018.

Hann hefur spilað 64 leiki á tveimur árum hjá Udinese en Andrea Pirlo hefur miklar mætur á honum og hefur Juve því keypt hann til baka fyrir rétt tæplega 11 milljónir.

Mandragora fer þó ekki í hópinn hjá Juve heldur mun hann leika hjá Udinese að láni út tímabilið. Það er möguleiki á eins árs framlengingu á lánssamningnum verði ákveðnum markmiðum náð.

Mandragora þótti mikið efni og var lykilmaður í yngri landsliðum Ítala, þar sem hann spilaði rétt tæplega 50 leiki. Hann á þó aðeins einn leik að baki fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner