Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Espirito Santo vill frekar vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Wolves gerði jafntefli við Manchester United í enska bikarnum og þurfa liðin því að mætast aftur.

Nuno Espirito Santo, stjóri Úlfanna, hefði frekar viljað fara í vítaspyrnukeppni og útkljá leikinn strax frekar en að auka leikjaálagið.

„Ég vil frekar að þetta fari beint í vítaspyrnukeppni. FA bikarinn er tilfinningarík keppni og vítaspyrnukeppni er því tilvalin til að útkljá jafna leiki," sagði Espirito Santo.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var sammála kollega sínum þegar hann var tekinn í viðtal að leikslokum.

„Já ég er sammála. Hví ekki?"
Athugasemdir
banner
banner
banner