Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Blóðugt að missa Dusan í bann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net um síðustu helgi. KA gerði jafntefli gegn FH í síðasta leik Pepsi Max-deildarinnar og missti því af 3. sætinu sem gæti gefið Evrópusæti.

Dusan Brkovic leikmaður KA fékk rautt spjald í leiknum, það var þriðja rauða spjaldið hans í sumar og því byrjar hann í þriggja leikja banni á næstu leiktíð.

Arnar var ekki sáttur með fyrra gula spjaldið sem hann fékk í síðasta leiknum.

„Þetta var ákveðið sjokk, við vissum fyrir að hann var búinn að fá tvö rauð. Fyrsta rauða spjaldið 100% rautt á móti FH. Á móti Stjörnunni, það er hægt að gefa honum seinna gula en mér fannst það samt ekki alveg. Fyrra gula spjaldið sem hann fékk á móti FH var bara eitthvað grín," sagði Arnar.

Eins manns dauði er annars brauð.

„Hann er í banni, við getum ekki breytt því, það er blógðugt. Þú þarft að undirbúa liðið og þá viltu vera með liðið sem þarf að spila, hann er lykilmaður en hann er samt ekki að fara byrja fyrstu þremur, það er slatta mikið. Það þýðir bara að einhver annar fær tækifæri og svo er fótboltinn þannig að ef þú færð tækifæri og stendur þig frábærlega þá veit maður ekki hvað gerist."
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner