Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 08. mars 2018 10:56
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Özil og Mkhitaryan geta spilað saman
Özil og Wenger.
Özil og Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er viss um að Mesut Özil og Henrikh Mkhitaryan geti spilað saman, því að „sagan sannar að bestu leikmennirnir geti það".

Stjóri Arsenal var spurður að því hvort tvíeykið geti skilað starfi sínu án þess að menn flækist fyrir hvort öðrum, báðir vilja spila sem sóknarmiðjumenn, „tíur".

„Þeir geta auðvitað spilað saman. Það fer eftir því hvað þú kallar „tíu". Fótboltinn er fullur af frægum sögum af „tíum" sem hafa spilað saman. Sagan sannar að bestu leikmennirnir geta spilað saman," segir Wenger.

Hvorki Özil né Mkhitaryan hafa náð að láta ljós sitt skína síðan sá síðarnefndi kom frá Manchester United í janúar.

Arsenal mætir AC Milan í kvöld á Ítalíu í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Eina raunhæfa leið Arsenal í Meistaradeildina á næsta tímabili er með því að vinna Evrópudeildina.

„Þetta verður jafnt einvígi því Milan er að gera góða hluti þessa stundina," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner