Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur Páll: Það verður að koma í ljós
Haukur Páll.
Haukur Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson verður í hlutverki aðalþjálfara Vals á morgun þegar KA kemur í heimsókn á N1 völlinn. Arnar Grétarsson var úrskurðaður í tveggja leikja bann í vikunni og tekur hann út fyrri leikinn á morgun. Haukur er aðstoðarmaður Arnars.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Hauk stuttu eftir að æfingu dagsins hjá Val lauk.

„Leikurinn leggst vel í mig, ég er alltaf spenntur að fara í fótboltaleiki þó að ég sé ekki lengur inni á vellinum. Alltaf spenntur þegar það eru leikir. Undirbúningurinn er nákvæmlega sá sami," sagði Haukur.

„Undirbúningurinn er það faglegur hjá okkur að það er búið að undirbúa leikinn allan, svo það verður ekkert vesen þótt það væri ákjósanlegra að Addi væri líka á hliðarlínunni, en svo er ekki á morgun. Ég, Viktor (Unnar Illugason) og Kjartan Sturluson verðum þar. Það á ekki að breyta frammistöðunni okkar eða neitt svoleiðis."

Haukur hélt spilunum þétt að sér þegar spurt var út í stöðuna á mönnum sem gætu verið tæpir fyrir leikinn. Bjarni Mark Duffield fór af velli í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki, Aron Jóhannsson haltraði af velli og Gylfi Þór Sigurðsson tók bara eina æfingu fyrir síðasta leik.

„Staðan á hópnum er þokkaleg, við munum mæta með sterkt lið til leiks, það er engin spurning. Heilsan á mannskapnum er bara fín."

Eru þessir þrír allir klárir í slaginn? „Það verður bara koma í ljós. Við munum stilla upp sterku liði."

Adam Ægir Pálsson tekur út leikbann. Er einhver möguleiki að Óli Kalli komi inn í hópinn?

„Við erum að leggja lokahönd á undirbúninginn núna. Það verður að koma í ljós hvort að hann verði í hóp eða ekki," sagði Haukur.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner