Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 10. maí 2024 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Út á við furðuleg ákvörðun hjá Haugesund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun greindi Haugesund frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði sagt upp störfum sem þjálfari Haugesund.

Norskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Óskar hafi rætt við stjórnina um að annað hvort myndi hann fara eða stjórnin myndi láta aðstoðarþjálfarann, Sancheev Manoharan, fara.

Manoharan tók við sem aðalþjálfari til bráðabirgða síðasta haust þegar liðið var í fallbaráttu og náði að halda liðinu uppi. Hann er núna aftur tekinn tímabundið við.

Það vekur upp furðu að félag sem er tiltölulega nýbúið (seint á síðasta ári) að ráða aðalþjálfara til þriggja ára ákveði að gera ekkert í stöðunni og Óskar hafi því tekið það á sig að taka ákvörðun. Fjallað var um að Óskar væri ekki með sömu hugmyndafræði og aðrir í teyminu.

Ef það er málið, af hverju réði Haugesund Óskar sem þjálfara? Af hverju ekki að bakka hann upp eftir að hafa farið í gegnum langa þjálfaraleit? Af hverju var ekki Manoharan ráðinn síðasta haust ef það var einhverjar efasemdir með hugmyndafræði Óskars?

Haugesund er með sex stig eftir sex umferðir í norsku deildinni og á leik gegn HamKam, sem er fyrir neðan Haugesund í deildinni, um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner