Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Dyche og Palmer menn mánaðarins
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche stjóri Everton hefur verið valinn stjóri mánaðarins fyrir apríl í ensku úrvalsdeildinni og skákar þar mönnum á borð við Mikel Arteta og Pep Guardiola.

Dyche hefur tvisvar áður hlotið þessa nafnbót, í bæði skiptin sem stjóri Burnley, og er hann fyrsti stjóri Everton sem hlýtur verðlaunin síðan Carlo Ancelotti gerði það 2020.

Everton vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli af sex leikjum í apríl og tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hélt marki sínu hreinu fjórum sinnum.

Cole Palmer hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í apríl en síðasti leikmaður Chelsea sem hlaut verðlaunin var Eden Hazard árið 2018.

Palmer skoraði sjö mörk í fjórum deildarleikjum í apríl og hefur þessi 22 ára leikmaður átt fleiri stoðsendingar en nokkur annar leikmaður Chelsea.

Palmer hefur farið á kostum síðan hann kom til Chelsea frá Manchester City síðasta sumar. Hann hefur komið að 30 mörkum á þessu tímabili.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner