Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 08. nóvember 2021 16:00
Brynjar Ingi Erluson
„Stuðningsmenn Arsenal ættu að skammast sín"
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson
Mynd: EPA
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, kemur fyrir í nýrri heimildarmynd um Arsene Wenger og ræðir hann meðal annars framkomu stuðningsmanna Arsenal í garð franska stjórans.

Ferguson og Wenger eru einhverjir virtustu knattspyrnustjórar enska boltans frá upphafi.

Ferguson vann deildina þrettán sinnum með United, enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hann hætti með United eftir 27 ár sem knattspyrnustjóri félagsins á meðan Wenger stýrði Arsenal í 22 ár.

Þann 11. nóvember verður heimildarmyndin Arsene Wenger: Invincibles sýnd en Ferguson ræðir ríginn og framkomu stuðningsmanna Arsenal í garð Wenger.

„Hann kom þeim í Evrópukeppni á hverju einasta ári og var samt gagnrýndur. Stuðningsmennirnir ættu að skammast sín," sagði Ferguson.

„Ég og Arsene erum hálfgerðar risaeðlur en við gerðum samt ágætis hluti. Ég vann þrettán deildaritla en komst aldrei nálægt því að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. Það afrek er eitt og sér og Arsene á það met," sagði Ferguson ennfremur.

Wenger hætti með Arsenal fyrir þremur árum en margir stuðningsmenn kölluðu eftir því að hann yrði látinn fara og það særði Wenger.

„Ég er ekki með neina gremju í garð stuðningsmanna. Mér fannst bara mikilvægara að persónuleikinn minn væri ekki fyrir því sem Arsenal stendur fyrir. Ég trúi því að Arsenal er virt um allan heim og mun meira en á Englandi."

„Ég vildi sameiningu hjá félaginu um allan heim stuðningsmenn gáfu mér ekki rétta mynd af því og það særði,"
sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner