Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 09. maí 2022 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina tók Roma í kennslustund
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Fiorentina 2 - 0 Roma
1-0 Nicolas Gonzalez ('5, víti)
2-0 Giacomo Bonaventura ('11)


Fiorentina er búið að jafna Roma á stigum í Evrópubaráttu ítölsku deildarinnar eftir að liðin mættust í innbyrðisviðureign í kvöld.

Heimamenn í Flórens höfðu tapað þremur leikjum í röð fyrir viðureign dagsins en Rómverjar nýbúnir að slá Leicester City úr leik í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar en aðeins með tvö stig úr síðustu þremur leikjum í deildinni.

Nicolas Gonzalez hefur verið öflugur í liði Fiorentina og fiskaði hann vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu í dag og skoraði sjálfur af vítapunktinum. Skömmu síðar tvöfaldaði Giacomo Bonaventura forystuna eftir stoðsendingu frá Arthur Cabral og heimamenn í draumastöðu.

Gestirnir frá höfuðborginni sáu varla til sólar og áttu ekki nema eina eða tvær góðar marktilraunir í leiknum. Fiorentina verðskuldaði þennan sigur algjörlega og er komið upp að hlið Roma með 59 stig þegar tvær umferðir eru eftir. 

Liðin deila sjötta og sjöunda sæti, sem gefa þátttökurétt í Evrópudeild og Sambandsdeild. Þess má geta að Atalanta er einnig með 59 stig en tapaði öllum innbyrðisviðureignum.

Það eru innbyrðisviðureignir sem skera úr um hvar liðin enda ef þau eru jöfn á lokadegi tímabilsins. Roma og Fiorentina eru með jafnar innbyrðisviðureignir eftir 3-1 sigur Rómverja í fyrri leiknum. Roma er með betri markatölu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner