Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Arteta: Held að ég hafi látið Xhaka skipta um skoðun
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa sannfært Granit Xhaka um að vera áfram hjá félaginu.

Xhaka brjálaðist þegar stuðningsmenn Arsenal bauluðu á hann við skiptingu í leik gegn Crystal Palace í október. Í kjölfarið var Carlsen sviptur fyrirliðabandinu hjá Palace.

Xhaka virtist á förum frá Arsenal í þessum mánuði og á dögunum var hann sterklega orðaður við Hertha Berlin. Nú er útlit fyrir að Svisslendingurinn fari ekki fet.

„Fyrstu skilaboð mín til hans voru þau að ég vildi skilja hvernig honum líður og hverju honum líður svona," sagði Arteta.

„Ég vildi að hann myndi heyra mína skoðun og að ég væri tilbúinn að styðja hann. Að ég og félagið myndum vera tilbúin að sýna honum stuðning því að ég tel að hann geti orðið mjög góður leikmaður fyrir okkur og að hann geti notið þess að spila undir stjórn minni hjá þessu félagi."

„Ég reyndi að sannfæra hann þannig. Hann hugsaði um þetta og brást mjög vel við. Ég held að ég hafi látið hann skipta um skoðun."

Athugasemdir
banner