Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 10. nóvember 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lét ráðast á samherja sinn í PSG og er í gæsluvarðhaldi
Aminata Diallo (lengst til vinstri) og Hamraoui (með fyrirliðabandið) á Kópavogsvelli.
Aminata Diallo (lengst til vinstri) og Hamraoui (með fyrirliðabandið) á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paris Saint-Germain hefur staðfest að leikmaður kvennaliðs félagsins, Aminata Diallo, sé kominn í gæsluvarðhald lögreglu eftir að ráðist var á samherja hennar, Kheira Hamraoui.

Franskir fjölmiðlar segja að Diallo hafi ráðið tvo grímuklædda menn til að ráðast á Hamraoui. Þeir drógu Hamraoui út úr bíl hennar áður en þeir kýldu og spörkuðu í fótleggi hennar.

Hamraoui var flutt á spítala og var ekki leikfær með PSG gegn Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Diallo og Hamraoui eru liðsfélagar hjá PSG og franska landsliðinu þar sem þær eru í samkeppni um byrjunarliðssæti á miðjunni.

PSG hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist vinna með lögreglu að rannsókn málsins.

Diallo er 26 ára og kom til Parísarliðsins frá Gungamp fyrir fimm árum. Hún kom inn af bekknum þegar PSG vann 2-0 sigur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í haust.

Hamraoui gekk aftur í raðir PSG frá Barcelona fyrr á þessu ári en hún á 36 landsleiki fyrir Frakkland. Hún byrjaði leikinn á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner