Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 11. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafnaði West Ham í annað skiptið
Mynd: Getty Images
West Ham hefur verið með augastað á Youssef En-Nesyri framherja Sevilla í talsverðan tíma. En-Nesyri er þó ekki á förum, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vera áfram í Andalúsíu. Fyrst reyndi West Ham að fá Marokkóan sumarið 2021.

West Ham sýndi honum aftur áhuga núna í janúar og skoðaði hvort hægt væri að fá hann á láni út tímabilið með kaupmöguleika í kjölfarið. West Ham er þó ekki sagt hafa verið bjartsýnt um jákvætt svar frá Sevilla þar sem hann er í stóru hlutverki hjá liðinu sem er í fallbaráttu.

„Ég vil eingöngu einbeita mér að Sevilla. Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil hjálpa félaginu á verstu augnablikum þess," sagði En-Nesyri.

En-Nesyri er 25 ára og kom til Sevilla frá Leganes árið 2020. Hann hefur spilað 125 leiki í öllum keppnum með Sevilla og skorað 40 mörk, þar af fimm mörk í átján deildarleikjum á tímabilinu.

Hann á að baki 57 landsleiki og í þeim hefur hann skorað 27 mörk, þar sem eftirminnilegasta markið er sennilega sigurmarkið gegn Portúgal í 8-liða úrslitum HM í Katar.

Sjá einnig:
Stökk 2,8 metra til að skora sigurmarkið gegn Portúgal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner