Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju var Elín Metta á bekknum?
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen er ein af þeim framherjum sem er að berjast um það að komast í landsliðshópinn fyrir EM.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

Hún er búin að gera fjögur mörk í átta í leikjum í Bestu deildinni, en það er búist við enn meira frá henni. Hún hefur byrjað á bekknum í tveimur deildarleikjum af átta eftir að hafa verið nokkuð meidd á undirbúningstímabilinu og er búin að vera nokkuð lengi að koma sér almennilega í gang.

Elín byrjaði á bekknum í gær þegar Valur hafði betur gegn KR í Mjólkurbikarnum í gærkvöld. Eftir leik sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að hann hefði verið að hvíla leikmenn.

„Það eru bara tveir dagar á milli leikja. Ég var bara að hvíla leikmenn sem ég gat. Svo er Selfoss á þriðjudaginn, það er nóg af leikjum þannig við gátum hvílt eitthvað í dag," sagði Pétur.

Landsliðshópurinn fyrir EM verður tilkynntur á eftir og þar er Elín Metta með í baráttunni.

Sjá einnig:
Hvað hugsar Katrín Ásbjörns ef Elín Metta verður í hóp en ekki hún?
„Vona að hún muni byrja, mér finnst hún okkar besti framherji"
Hausverkur landsliðsþjálfarans: Þessar myndum við velja
Pétur: Það er bara gott að komast í undanúrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner