Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 10:17
Elvar Geir Magnússon
Möguleikar Íslands farnir með tapi á mánudag
Mynd: Getty Images
Ísrael lagði Albaníu 2-1 í B-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Liðin leika með Íslandi í riðli en Manor Solomon gerði bæði mörk ísraelska liðsins.

Þetta þýðir að Ísrael er á toppnum með 4 stig en liðið mætir Íslandi á mánudag í síðasta leiknum fyrir frí.

Ísland er í öðru sæti með 2 stig og á tvo leiki eftir, leikinn á mánudag og útileik gegn Albaníu í september.

Ef Ísland tapar á mánudag er möguleiki strákanna okkar á því að enda í efsta sæti riðilsins, og komast þar með upp í A-deild, horfinn.

Aðeins þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Leikur Íslands og Ísrael verður klukkan 18:45 á mánudagskvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner