Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 11. september 2022 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Hákon Rafn hélt hreinu - Alex Þór í umspilssæti
Hákon Rafn hélt hreinu í dag
Hákon Rafn hélt hreinu í dag
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hélt markinu hreinu í 2-0 sigri Elfsborg á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hákon vann sér aftur sæti í byrjunarliðinu um miðjan júlí og hefur meira og minna haldið því síðan.

Hann hélt í fyrsta sinn hreinu á tímabilinu í dag í 2-0 sigri á Sundsvall en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með Elfsborg í dag vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Elfsborg er í 9. sæti deildarinnar með 30 stig.

Alex Þór Hauksson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri Öster á Dalkurd í B-deildinni. Öster er nú komið upp í 3. sæti deildarinnar með 40 stig en þriðja sætið gefur umspilssæti.

Hlin Eiríksdóttir lék allan tímann er Piteå gerði markalaust jafntefli við Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Piteå er í 7. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner