Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 13. mars 2021 15:48
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Berglind Björg skoraði í tapi
Mynd: Le Havre
Le Havre 1 - 4 Montpellier
0-1 I. Landeka ('36)
0-2 S. Puntigam ('45)
1-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('65)
1-3 M. Fowler ('78)
1-4 A. Engman ('89)

Anna Björk Kristjánsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir léku allan leikinn er Le Havre tapaði heimaleik gegn Montpellier í efstu deild franska boltans.

Gengi Le Havre hefur verið hrikalegt á tímabilinu en liðið er þó aðeins fimm stigum frá öruggu sæti, þrátt fyrir að vera aðeins komið með 5 stig eftir 16 umferðir.

Anna Björk er fyrirliði liðsins og er Berglind Björg búin að gera rúmlega þriðjung marka liðsins í deildinni.

Lyon og PSG áttu að mætast í toppslag í kvöld en leiknum frestað vegna Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur fyrir stórveldi Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner