Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. ágúst 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil Páls spáir í 16. umferðina í Inkasso-deildinni
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Emil Atla skorar þrennu samkvæmt spá nafna hans.
Emil Atla skorar þrennu samkvæmt spá nafna hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í leiki 15. umferðar í Inkasso-deildinni í síðustu viku.

Það er stutt á milli umferða í deildinni en 16. umferðin hefst strax í kvöld. Emil Pálsson, leikmaður Sandefjord, spáir í leikina að þessu sinni.



Víkingur Ó. 3 - 0 Selfoss (18:00 í dag)
Auðveldur sigur fyrir Víking Ó sem eru í harðri baráttu um að komast í pepsi á meðan Selfoss halda baslinu áfram á botninum.

Leiknir R. 1 - 2 HK (18:00 á morgun)
HK loka þessum leik í Breiðholtinu með marki í blálokin frá Bjarna Gunn.

ÍA 3 - 1 Fram (18:00 á morgun)
Skagalestin mallar og þetta verður auðveldur sigur þar sem Fram klórar í bakkann í lokin.

Þór 1 - 0 ÍR (18:00 á morgun)
Það er erfitt að mæta í hörkuna í Þorpinu og Þórsarar sigla þessum bragðdaufa leik heim.

Þróttur R. 4 - 0 Magni (18:00 á morgun)
Emil Atlason er orðinn heill og þá eiga varnarmenn Inkasso ekki mikinn séns á móti Þrótti. Þrenna frá Emma.

Haukar 0 - 0 Njarðvík (18:30 á morgun)
Leikur sem fer ekki í sögubækurnar.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner