Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. mars 2021 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegt en satt - Brighton tapaði xG en vann leikinn
Mynd: Getty Images
Brighton tókst að knýja fram sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Brighton og er liðið núna þremur stigum frá fallsæti.

Brighton er búið að skora 29 mörk í deildinni en liðið ætti hins vegar að vera búið að skora mun fleiri mörk.

Saga Brighton á tímabilinu hefur verið að liðið er með hærra XG í flestum leikjum sínum en nær ekki að nýta færi nægilega vel.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þú getur fengið xG á bilinu 0-1 fyrir hvert færi sem þú færð, miðað við hversu líklegt er að þú skorir úr færinu.

Brighton hefur verið með meira xG en andstæðingurinn í mörgum leikjum sínum á tímabilinu án þess að vinna. Til dæmis um það voru þeir með hærra xG í fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu en bara einn sigur.

Í dag sneru lærisveinar Graham Potter reiknisdæminu við. Þeir voru með minna xG en Southampton, en tókst að vinna leikinn. Ef þeir halda áfram að gera það - vinna leiki - þá bjarga þeir sé frá falli.


Athugasemdir
banner
banner