mán 16. nóvember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton með meira xG í öllum leikjum - Aðeins unnið einn
Neal Maupay fagnar marki í eina sigurleik Brighton á tímabilinu til þessa. Sigurinn kom gegn Newcastle.
Neal Maupay fagnar marki í eina sigurleik Brighton á tímabilinu til þessa. Sigurinn kom gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Brighton er með mjög athyglisverða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Undir stjórn Graham Potter, stjóra liðsins, hefur Brighton spilað mjög flottan fótbolta en það er ekki hægt að segja að hann sé mjög árangursríkur - til þessa.

Tölfræði og leikgreining er alltaf að verða stærri og stærri innan fótboltans, en xG er tölfræðihugtak í fótbolta sem er orðið mjög vinsælt í boltaumræðunni.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Skot af 30 metrum skilar ekki miklu xG en dauðafæri við opið mark mun líklega gefa liði um 0,9 xG.

Brighton hefur á þessu tímabili verið með meira xG í öllum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, en samt sem áður hefur liðið aðeins unnið einn leik. Það sýnir það að xG skiptir ekki öllu máli; það sem skiptir máli er að klára færin.

Brighton er með sex stig eftir átta leiki og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner