Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. mars 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England velur sitt U21 landslið: Greenwood og Hudson-Odoi
Greenwood er í U21 landsliðinu.
Greenwood er í U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingar eru búnir að velja U21 landsliðshóp sinn fyrir riðlakeppni Evrópumótsins síðar í þessum mánuði.

Callum Hudson-Odoi og Mason Greenwood eru í hópnum en það eru margir öflugir leikmenn, sem gætu verið í hópnum, sem eru ekki valdir. Það eru þá leikmenn sem eru líklega að fara í A-landsliðið í undankeppni HM.

Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham er ekki í hópnum og það eru ekki heldur Bukayo Saka, Phil Foden, Reece James, Mason Mount, Declan Rice, Jadon Sancho og Trent Alexander-Arnold. Allt eru það leikmenn sem gætu verið í hópnum.

England er í riðli með Portúgal, Króatíu og Sviss sem hefst 24. mars næstkomandi.

Ísland tekur einnig þátt á mótinu og verður hópur Íslands tilkynntur á fimmtudaginn.

Hér að neðan má sjá hvernig hópurinn lítur út í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner