Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. ágúst 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta ræða Messi sem fyrirliði: Meistaradeildin í fyrirrúmi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var gerður að fyrirliða Barcelona eftir að gamli fyrirliðinn Andres Iniesta fór í japanska boltann fyrr í sumar.

Messi hélt sína fyrstu ræðu sem fyrirliði fyrir æfingaleik Barcelona gegn Boca Juniors í gær og lagði mikla áherslu á mikilvægi Meistaradeildarinnar. Erkifjendurnir í Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina þrisvar í röð.

Messi skoraði í leiknum sem Barcelona vann auðveldlega, 3-0. Malcom skoraði fyrsta mark leiksins og Rafinha það síðasta.

„Ég er ótrúlega stoltur af því að vera fyrirliði Barcelona. Ég veit hvað það þýðir að bera armbandið. Ég hef lært mikið af Puyol, Xavi og hinum frábæra Andres sem við munum sakna sárt á tímabilinu," sagði Messi fyrir framan tugi þúsunda stuðningsmanna á Nývangi.

„Við erum með frábæran leikmannahóp og ætlum að vinna allt sem við getum, sérstaklega Meistaradeildina. Hún verður í fyrirrúmi."
Athugasemdir
banner