Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Erum í smá þoku þessa stundina
Mynd: Getty Images
Burnley hefur farið illa af stað í enska boltanum og tapaði fyrir nýliðum Wolves fyrr í dag.

Úlfarnir voru betri og verðskulduðu sigurinn og er Burnley aðeins með eitt stig eftir fimm umferðir sem er versta byrjun liðsins í efstu deild síðan 1928.

„Wolves er gott lið sem spilaði góðan leik. Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum að verjast vel og mér fannst við gera það. Markvörðurinn okkar gerði mjög vel," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley, eftir leikinn.

„Þetta var slakt mark að fá á sig en fyrir utan það gerðum við vel og héldum okkur í leiknum allan tímann. Við hefðum getað fengið eitthvað út úr þessu.

„Við vorum ekki nægilega hættulegir í sóknarleiknum. Það vantaði gæði og orku fram á við, það verðum við að laga."


Burnley endaði í sjöunda sæti á síðasta tímabili sem er besti árangur félagsins síðan 1967.

„Við erum í smá þoku þessa stundina. Við þurfum að vinna okkur úr þessari stöðu, við höfum verið hérna áður og þekkjum þetta vel.

„Það mikilvægasta er að finna sjálfstraustið aftur, þetta er nánast sami hópur og endaði í sjöunda sæti í fyrra. Við verðum að spila eins vel og við getum því annars verður okkur refsað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner