Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. febrúar 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stjóri Millwall: Þetta er mikið afrek fyrir okkur
Neil Harris stjóri Millwall á hliðarlínunni í gær.
Neil Harris stjóri Millwall á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Getty Images
Watford tryggði sig áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar á föstudagskvöld og í gær bættust þrjú lið í þennan hóp, Brighton, Manchester City og B-deildarlið Millwall.

Millwall heimsótti C-deildarlið AFC Wimbledon í gær en eitt mark var skoraði í viðureign liðanna og það gerði Murray Wallace strax í upphafi leiks fyrir Millwall.

Neil Harris stjóri Millwall var að vonum ánægður með úrslitin.

„Þetta var erfiður bikarleikur en við náðum í sigurinn, þetta hefði getað farið verr en ef við hefðum náð að skora annað markið held ég að við hefðum skorað þrjú eða fjögur."

„Þetta var mikil barátta í dag og strákarnir mínir sýndu mikinn karakter að klára þetta. Bikarkeppnir snúast um að komast áfram í næstu umferð og það gerðum við. Við erum komnir í 8-liða úrslitin sem er mikið afrek fyrir okkur," sagði Harris að lokum.
Athugasemdir
banner
banner