Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Benjamin Pavard orðaður við Tottenham
Pavard er orðaður við Tottenham.
Pavard er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur haft samband við VfB Stuttgart um möguleg félagsskipti nýkrýnds heimsmeistara, Benjamin Pavard til Lundúnarliðsins.

Tottenham er að undirbúa sig undir brottför Toby Alderweireld í sumar og hafa fundið nokkra leikmenn sem félagið vill fá. Pavard heillaði Pochettino á heimsmeistaramótinu en leikmaðurinn blómstraði undir stjórn Didier Deschamps hjá Frakklandi.

Auk þess að standa sig frábærlega á HM spilaði þessi 22. ára gamli leikmaður hverja einustu mínútu Stuttgard í efstu deild Þýskalands á síðasta tímabili.

Stuttgart hefur sjálft lítinn áhuga á að missa leikmanninn og krefjast þess að fá um 35 milljónir evra fyrir leikmanninn. Auk Tottenham eru Bayern Munich, Atletico Madrid og PSG sögð áhugasöm um að næla í leikmanninn. Tottenham hefur hinsvegar gert tilboð sem hljóðar upp á 44 milljónir punda í von um að krækja í þennan stórefnilega leikmann.
Athugasemdir
banner
banner